Monday, July 27, 2009

Leiguíbúð við Sörlaskjól 78

Íbúðin er 68 fm, 3gja herbergja (tvö svefnherbergi) og nýtist vel pari með barn eða tveimur einstaklingum.

Leiguverðið er 117.000 kr, verðtryggt m.v. vísitölu neysluverðs.

Trygging er tveggja mánaða leiga, sem endurgreiðist við lok leigutímans.

Rafmagns- og hitamælar eru fyrir íbúðina og er því rafmagn og hita ekki innifalið í leiguverðinu. Ekki þarf að greiða í hússjóð.

Langtímaleiga kemur eingöngu til greina. Gerður er tímabundinn samningur til 31. ágústs árs hvers, a.m.k. til 31. ágúst 2012.

Reykingar er bannaðar í og við húsið.

Gæludýr eru ekki leyfð.

Stefnt er að því að skipta um glugga í stofu og svefnherbergi (vonandi ekki seinna en í haust) og mögulega setja einnig dyr út úr svefnherbergi. Þetta mun valda einhverju raski 2-3 daga á hvern glugga, en ekki þarf að flytja út á meðan.

Íbúðin var gerð upp fyrir fimm árum og eldhús og bað í fyrravetur.

Gengið er inn í litla flísalagða forstofu og þaðan inn í gang. Á hægri hönd er svefnherbergi með gluggum til norðurs og vesturs.

Í ganginum er gott eldhús með eldavél. Ísskápur fylgir ekki.

Á vinstri hönd, á móts við eldhúsið, er gengið inn í stóra stofu með glugga í suður og austurs.

Við hliðina á stofunni er stórt svefnherbergi með rúmgóðum skápum.

Fyrir enda gangsins er nýuppgert baðherbergi með hita í gólfi.

Úr sameign er gengið inn í sameiginlegt þvottahús. Þar er stæði fyrir þvottavél og þurrkara með tenglum sem fylgja íbúðinni.

Húsið snýr í hásuður og nýtur garðurinn því sólar frá því snemma um morguninn til sólseturs.


View Larger Map
Búið er að skipta um allar skólplagnir í húsinu og drenlagnir í kringum það.

Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á speggerts [hjá] gmail.com